Regus logo
iconÞjónusta við viðskiptavini
Hafa samband

Einkaskrifstofur

Ertu að leita að fullbúinni einkaskrifstofu til leigu? Stað þar sem þú getur lokað að þér og lagt áherslu á að gera það sem þú gerir best? Fyrirtækið þitt getur fengið traustan samastað sem hægt er að flytja inn í strax og hentar hópum af öllum stærðum. Einkaskrifstofurnar okkar eru fallega hannaðar og með fullri þjónustu þar sem líka er hægt að fá aðgang að eldhúsaðstöðu, fundarherbergjum og setustofum um allan heim.
Fá tilboð
phone iconHringdu+44 800 279 7131

Frábært úrval fullbúinna einkaskrifstofa til leigu. Þú getur flutt inn samdægurs og valið um yfir 4000 staðsetningar um heim allan.

Allir kostirnir við einkaskrifstofu, án minnstu fyrirhafnar

Það er alveg nógu flókið að reka heilt fyrirtæki. Einkaskrifstofurnar okkar bjóða upp á allt sem þú þarft til að byrja strax að vinna, gegn einföldu mánaðargjaldi. Við bjóðum allt frá þægilegum, vinnuvistfræðilega hönnuðum húsgögnum til nýjustu tæknilausna, og þú getur líka nýtt þér samstarfssvæði og setustofur um heim allan.

  • ContractÚrval af fundarherbergjum af ýmsum stærðum og gerðum með ýmiss konar búnaði
  • PrinterGrunntæknibúnaður, svo sem WiFi og prentari, fylgir með
  • SupportStuðningsteymin okkar eru til reiðu og aðstoða þig hvenær sem er dagsins
  • FundarherbergiBókaðu fundarherbergi og nýttu þér hvíldarsvæðin okkar
  • PlaceholderVið sjáum um þitt rými og höldum því hreinu og öruggu
  • GlobalAðgangur að setustofum um allan heim

Leigðu einkavinnusvæði sem vex með þínum rekstri

Allar einkaskrifstofurnar okkar eru með sveigjanlegum skilmálum. Þannig getur þú bætt við plássi þegar umsvifin aukast, fært þig á nýja staðsetningu eða opnað nýja skrifstofu í öðrum bæ, eða öðru landi, ef þess gerist þörf.

  • PlaceholderAuktu gólfplássið eftir því sem fyrirtækið þitt stækkar, eða ef þarfir þínar breytast
  • flexibleUppfærðu skrifstofuskipanina með því að bæta við stjórnendaskrifstofum eða fleiri fundarherbergjum
  • Design OfficeBættu við fleiri skrifborðum fyrir þitt fyrirtæki eftir því sem starfsmannahópurinn stækkar
  • GlobalSkiptu á milli staðsetninga, eða bættu við annarri staðsetningu, eftir því sem þróun rekstursins krefst

Fáðu að hanna einkaskrifstofuna þína

„Hannaðu skrifstofuna þína“ er þjónusta sem gefur þér tækifæri til að sérsníða einkarýmið þitt í smáatriðum. Veldu glæsileg húsgögn úr vörulistanum okkar eða láttu okkur skreyta veggina með einkennislitum eða kennimerkjum fyrirtækisins. Við bjóðum fjölda slíkra valkosta, án viðbótargjalds.

Sérsniðnar Skrifstofur >
Þrjú einföld þrep til að leigja einkaskrifstofu
1. Veldu rými og skipulag skrifstofunnar
Þú ákveður hvar þú vilt helst vinna, hversu margir þurfa að fá aðgang að vinnurýminu og hvaða þjónusta og aðstaða er nauðsynleg fyrir þig og þitt fólk.
2. Veldu aukabúnað og uppfærslur, ef þess er þörf
Þú getur látið okkur um smáatriðin, eða uppfært samninginn og sérsniðið þitt rými alveg eftir þínu höfði með því að nota „Hannaðu skrifstofuna þína“-kerfið okkar.
3. Skráðu þig til að hefjast handa
Um leið og þú skrifar undir samninginn getur þú flutt inn í nýju einkaskrifstofuna þína. Við sjáum um allt hitt - og ef eitthvað breytist þarf aðeins að láta teymið okkar vita.

Viltu enn meiri sveigjanleika?

Áskrift að Regus-skrifstofupakka gerir þér haga vinnunni eins og þú kýst helst, á yfir 4000 staðsetningum um heim allan. Með áskrift að Regus-skrifstofu færðu aðgang að skrifstofu á dagleigu í 5, 10 eða ótakmarkaðan fjölda daga í hverjum mánuði fyrir eitt verð.

Við eigum svör við öllum spurningum þínum um einkaskrifstofur

Þaulreynt teymi okkar er albúið til að svara þér, hér og nú.
Einkaskrifstofurnar okkar geta verið margs konar rými með skrifborðum:
Opið skrifstofurými – hentar vel einstaklingi sem vinnur í opnu rými
Einstaklingsskrifstofa – afmarkað rými fyrir einn starfsmann
Einstaklingskrifstofa með aukarými – til dæmis hvíldar- eða samstarfsrými
Stjórnandaskrifstofa með aukarými – stórt rými með hvíldar- eða samstarfsrými
Forstjóraskrifstofa – stórt rými með frábæru útsýni og hvíldar- eða samstarfsrými
Það fer eftir stærð og staðsetningu. Þú mætir á fund með sérfróðu sölufulltrúunum okkar og eftir það færðu kostnaðaráætlun.
Þú getur hannað þitt rými alveg eftir eigin höfði. Allir langtímasamningar okkar fela einnig í sér valkost um að sérsníða rýmið með hönnunaratriðum frá okkur sem þjónustum þig.
Einkaskrifstofur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og henta því öllum, jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum. Þær eru búnar vönduðum húsgögnum og þær má sérsníða að fullu, ef þess er óskað. Vingjarnlegt teymi sérfræðinga er til staðar og reiðubúið að aðstoða þig. Og háhraða þráðlaust net og öll önnur aðstaða og búnaður eru innifalin.
Með hönnunarlausnum okkar getur þú:
Valið skipulag sem hentar þínu fyrirtæki
Sett upp sérvalinn tæknibúnað
Bætt við fundar- og samstarfsherbergjum
Valið vönduð og þægileg húsgögn, fylgihluti og geymslulausnir frá traustum samstarfsaðilum okkar
Oftast er dýrara að leigja skrifstofuhúsnæði milliliðalaust á almennum leigumarkaði. Einkaskrifstofurnar okkar eru ekki bara hagkvæmari, heldur færa þér líka sveigjanleika í skilmálum og möguleika á að breyta útfærslunni þegar fyrirtækið stækkar.
Allar einkaskrifstofur okkar bjóða upp á:
Háhraðanettenging
Samnýtt eldhús
Móttökusvæði sem er mannað starfsfólki okkar á staðnum
Umsjón fasteigna og ræstingar
Já, þú getur bókað fundarherbergi og setustofuna, þegar og ef þú þarft á slíku að halda.
Þú getur leigt einkaskrifstofu í allt frá einum mánuði.
Já, við erum með einkaskrifstofur sem henta vel fyrir einstaklinga. Og það er einfalt að nota hönnunarþjónustuna okkar til að sérsníða rými.

Láttu okkur um að finna réttu einkaskrifstofuna fyrir þig og þinn hóp

Skoðaðu alþjóðleg og staðbundin skrifstofurými á yfir 4000 stöðum til að finna fyrirtækinu þínu heimili.

Finna staðsetningu

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.