Einkafundarherbergin okkar á Siglufirðibjóða upp á rétta umhverfið til að halda hugmyndafundi með samstarfsfólki, koma vel fyrir gagnvart viðskiptavinum eða halda árangursrík námskeið. Þú getur bókað fundarherbergin okkar í klukkustund eða dag í senn og stuðningsteymið okkar á hverjum stað sér til þess að allt gangi vel.
Svona getum við stutt við bakið á þér á Siglufirði:
Herbergi fyrir námskeið, viðburðarými og ráðstefnusalir
Í klukkustund eða dag í senn
Sameiginleg vinnusvæði á dagvinnutíma með notkun eftir þörfum
Aðgangur eftir þörfum að hvetjandi, sameiginlegum vinnusvæðum með opinni áskrift svo þú ert alltaf með skrifborð til taks þegar þú þarft á því að halda.
Notaðu sameiginlega aðstöðu í nokkrar klukkustundir eða daga í senn
Upplifðu sannkallað frelsi og sveigjanlega vinnuaðstöðu á þægilega vinnusvæðinu okkar á Siglufirði. Þú ræður hvort þú hefur þennan rólega og afkastahvetjandi stað út af fyrir þig eða kallar samstarfsfólk þitt til fundar í einhverju af fullbúnu fundarherbergjunum á staðnum.
Þú finnur einbeitinguna í þægilega opna vinnurýminu okkar, þar sem er næg náttúruleg birta og róandi útsýni yfir smábátahöfnina. Þegar þú vilt slappa af er tilvalið að fá sér göngutúr meðfram sjónum eða kíkja á barinn og veitingastaðinn á hótelinu.
Nýttu þér fundarherberbergin okkar á Siglufirði til að taka vel og fagmannlega á móti viðskiptavinum. Það er auðvelt að bjóða samstarfsfólki og kollegum til þín þar sem góðar vegasamgöngur eru við Ólafsfjörð.
Fundarherbergi á Siglufirði sem henta þér
Njóttu hlýlegu og fagmannlegu stemningarinnar í fundarherbergjunum okkar á Siglufirði. Þú getur valið úr flatskjám, tússtöflum og flettitöflum - allt er uppsett og tilbúið svo þú getur einbeitt þér að því að æfa söluræðuna. Viðskiptavinir þínir fá hlýlegar móttökur frá aðstoðarteyminu okkar, sem er innan handar til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig.
Bókaðu fundarherbergi eftir þörfum í viðskiptamiðstöð okkar á Siglufirði, fyrir verð frá ISK 14.900 á klukkustund.
Hægt er að bóka öll fundarherbergi okkar klukkustund í senn eða heilan dag. Þannig getum við hjálpað þér að finna fullkomna lausn fyrir þig ef þú þarft að leigja fundarstað í heilan dag á Siglufirði
Finndu rými sem hentar fyrir næsta viðburðinn þinn á Siglufirði í fjölbreyttu úrvali fundarherbergja hjá okkur. Við bjóðum upp á mismunandi ráðstefnusali, viðtalsherbergi og herbergi til námskeiðahalds í miðstöðvum okkar, með nýjustu tækni, háhraða WiFi-tengingu og stuðningi á svæðinu til að tryggja að fundurinn þinn gangi snurðulaust fyrir sig.
Já, þú getur bókað fundarherbergi í minnst eina klukkustund og upp í heila viku í viðskiptamiðstöðvunum okkar á Siglufirði. Þú bókar einfaldlega á netinu, í gegnum síma eða með Regus-appinu.
Við mælum með að fundarherbergi séu bókuð með góðum fyrirvara til að tryggja að rými sé í boði fyrir þig og gesti þína. Þegar þú bókar með fyrirvara geturðu einnig valið að sérsníða uppsetningu herbergisins og pantað veitingar eða hressingu.
Vinnuherbergin okkar eru fullbúin nútímalegum húsgögnum og myndfundabúnaði, þannig að þú þarft aðeins að mæta og hefjast handa. Við getum einnig útvegað tússtöflur, flettitöflur og hljóð- og myndbúnað fyrir rýmið þitt ef þú þarft á þeim að halda.
Fundarherbergin hjá Regus eru í boði samkvæmt tímagjaldi sem tryggir að þú borgar aðeins fyrir þann tíma og það rými sem þú þarft.
Ef fundurinn stendur lengur en áætlað var geturðu lengt leiguna um eina klukkustund, ef herbergið er laust. Ræddu við starfsfólk okkar á staðnum um að uppfæra bókunina þína eftir þínum hentugleika.
Stærstu fyrirtæki heims bera traust til okkar.
* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.