311 Borgarnes
311 Borgarnes, Bifröst, 310, ISL
Haltu næsta viðburð í hjarta hins fagra Borgarfjarðar í einstaklega nútímalegum fundarherbergjunum á Hótel Bifröst. Hvort sem þú þarft að taka á móti viðskiptavinum, halda ráðstefnu eða námskeið fyrir starfsfólkið eru sveigjanlegu rýmin okkar búin öllu sem þú þarft.
Njóttu fjölbreyttrar aðstöðu fyrir fundahöld. Ef gestir koma langt að er leikur einn að koma þeim fyrir í hótelgistingu auk þess sem feikinóg er af bílastæðum á staðnum. Þegar búið er að ganga frá öllum mikilvægum málum er yndislegt að ganga út í stórkostlega náttúruna eða slaka á með drykk á hótelbarnum.
Siglufjörður
Túngata 3, Siglufirði, 580, ISL
Upplifðu sannkallað frelsi og sveigjanlega vinnuaðstöðu á þægilega vinnusvæðinu okkar á Siglufirði. Þú ræður hvort þú hefur þennan rólega og afkastahvetjandi stað út af fyrir þig eða kallar samstarfsfólk þitt til fundar í einhverju af fullbúnu fundarherbergjunum á staðnum.
Þú finnur einbeitinguna í þægilega opna vinnurýminu okkar, þar sem er næg náttúruleg birta og róandi útsýni yfir smábátahöfnina. Þegar þú vilt slappa af er tilvalið að fá sér göngutúr meðfram sjónum eða kíkja á barinn og veitingastaðinn á hótelinu.
Borgarbraut 59
Borgarbraut 59, Borgarnes, 310, ISL
Leyfðu metnaðinum að blómstra á björtum og notalegum vinnusvæðum okkar í flottu umhverfi B59 Hótels. Hér sést vítt og breitt yfir Borgarfjörðinn og fjallgarðana í fjarska og staðsetningin er fullkomin til að ná góðu jafnvægi í leik og starfi.
Haltu fyrirtækinu gangandi og nýttu þér sveigjanlega möguleika fyrir sameiginleg vinnusvæði, fallega hönnuð húsgögn og fullbúin fundarherbergi. Einnig er boðið upp á háhraða þráðlausa nettengingu og faglega þjónustu innanhúss. Þegar kominn er tími til að taka sér hlé geturðu hlaðið batteríin á hinum rómaða veitingastað B59 – eða jafnvel gert vel við þig í heilsulindinni.
Kirkjusandur
Kirkjusandur, Hallgerðargata 13, Reykjavík, 101, ISL
Láttu til þín taka í Reykjavík, höfuðborg og stærstu borg Íslands. Tryggðu þér sveigjanlegt skrifstofurými við Kirkjusand og njóttu þess að horfa yfir Faxaflóann fagra. Aðgengi að þessari glæsilegu skrifstofubyggingu í hjarta viðskiptahverfis borgarinnar er eins og best verður á kosið – Reykjanesbrautin er í aðeins mínútu fjarlægð frá bílastæðunum við húsið. Svo er hægt að vera umhverfisvænn og taka strætó frá Lækjartorgi að stoppistöðinni beint fyrir utan skrifstofuna. Á Kirkjusandi finnur þú allt sem þú þarft, hvort sem þú ert einyrki í leit að einkaskrifstofu eða hluti af hóp í leit að opnu samstarfsrými.
Vörumerkið þitt nýtur góðs af því þegar starfsfólk okkar tekur á móti viðskiptavinum þínum og leiðir þá inn á haganlega hannað sameiginlega vinnusvæðið okkar með útsýni yfir Snæfellsjökul og Reykjavíkurhöfn. Þú getur einbeitt þér að vinnunni og gefið sköpunargáfunni lausan tauminn, þökk sé þægilegum vinnuhúsgögnum, afslappandi vinnustofusvæðum og fullbúnum eldhúsum. Gakktu frá viðskiptum að loknum vel heppnuðum fundi í einum af glæsilegu fundarherbergjunum okkar eða myndaðu sambönd við hugvitssama heimamenn í Hörpu, sem er í aðeins fjögurra mínútna akstursfjarlægð. Eftir vel heppnaða vinnuviku er svo hægt að kanna veitingastaði og kaffihús í nágrenninu og gæða sér á ósviknu íslensku góðgæti.
Skrifstofupakkar með reglulegum aðgangi.
Skrifstofuaðildir bjóða upp á aðgang að staðsetningum í öllum stærstu borgum og bæjum. Lágt verð og sveigjanlegir skilmálar.
Ísland hefur getið sér gott orð sem viðskiptamiðstöð þökk sé efnahagslífinu og einstakri staðsetningu landsins í Norður-Atlantshafi. Veldu fjarskrifstofu hér til að gera fyrirtækið þitt sýnilegt á Norðurlöndunum og fáðu aðgang að stærstu efnahagssvæðunum í Norður-Evrópu.